7.6.2010 | 23:52
Prince of Persia
Ég ætla að skrifa um myndina Prince of Persia og gefa álit mitt á henni.
Ég fór á hana í bíó þann 7. júní.
Myndin er um strák, Dastan sem er ættleiddur inn í konungsfjölskyldu. Þau réðu Persiu. Hann hafði verið fátækur og átt engan að nema bróður sinn, Bis. Dastan verður góður stríðsmaður og þegar á að ráðast inn í borg sem var álitin smíða vopn fyrir óvini Persiu ákveður hann að ráðast inn á annan hátt en á að gera. Hann nær bæði borginni og prinsessunni, Tasminu og verður hetja.
Bróðir hans, Tus er ánægður með hann en segir að hann verði að gefa konungi gjöf. Dastan hefur enga gjöf svo að Tus gefur honum klæðin sem prestur borgarinnar átti. Þegar Dastan gefur konungi klæðin kemst hann að því að hann hafði gefið honum eitruð föt og konungur deyr. Dastan er álitinn morðingi og þarf hann að flýja og tekur Tasminu með sér. Dastan er með hníf sem getur ferðast aftur í tímann og snýst myndin nú um það að koma hnífnum á öruggan stað. Dastan heldur nefnilega að Tus sé á eftir honum vegna hnífsins. Margt óvænt gerist á leiðinni og ást byrjar að blómstra.
Mér fannst myndin mjög, mjög góð. Hún var spennandi, smá rómantísk, fyndin og skemmtileg. Það voru skemmtilegir eltingaleikir og flottar tæknibrellur. Mjög skemmtilegar og fyndnar persónur og flottur söguþráður. Stundum fannst mér myndin gerast frekar hratt. Svo fannst mér tónlistin líkjast svolítið tónlistinni í Pirates of the Carribien. Aðalleikararnir voru Jake Gyllenhaal, Gemma Artenton og Ben Kingsley. Myndin er fyrir alla aldurshópa og bæði kynin.
Hún fær 9/10 :)
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 8.6.2010 kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
verið að prófa
prófa (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 11:41
þú ert mjög snjöll stúlka. Mætti halda að þú værir Einstein hahahahahah
kv. sigurður
sigurður (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.