Harry Potter and the Deathly Hallows part1

Harry Potter and the Deathly Hallows er sjöunda myndin af 8 sem koma út!! samt eru bækurnar bara 7. Ástæðan er sú að leikstýrendurnir vildu að sem flest úr síðustu bókinni kæmi fram í myndinni þannig að þeir ákvöðu að skipta henni í tvo parta!

 Myndin fjallar um Harry, Ron og Hermione sem eru að reyna að bjarga heiminum frá hinum illa galdramanni Voldemort, eða "sá sem ekki má nefna". En það er ekki létt verk því að hann Voldemort er búinn að gera varúðarráðstafanir svo að hann geti ekki dáið!! Hann skippti sállinni sinni í 7 parta og gerði með því helkrossa!!  Þannig að ef Harry, Ron og Hermione vilja ná að drepa hann verða þau að finna alla helkrossana og eyðileggja þá, því að ef þeir eru til er hann ódauðlegur! Í þessari mynd eru þau að leita af hálsmeni sem kom fram í Harry Potter and the Half Blood Prince. Dumbledore og Harry höfðu fundið það og komist að því að það var helkross en það sem þair fundu var bara eftirlíking. En inní eftirlíkingunni var miði sem stóð að maðurinn sem hafði tekið alvöru helkrossinn hafi ætlað að eyða honum en Harry veit ekki hvort að það tókst!! svo að hann fer að leyta af því með vinum sínum!! Tekst þeim að finna alla helkrossana?  

 Þessi mynd er alveg æðisleg!! Það var ekki einu atriði sleptt úr bókinni!! Emma Watson (Hermione), Rupert Grint (Ron) og Daniel Radcliff (Harry) eru orðin mjög góðir leikarar og leika sín hlutverk alveg frábærlega vel!! Þetta er fyrsta myndin sem er ekki tekin upp í Hogwarts skóla. Núna eru þau mjög mikið úti í náttúrunni sem er mjög skemmtileg tilbreyting!! Svo kemur Herragarðurinn hans Malfoys( Pabbi Dracos ) fram í fyrsta skipti líka!! Þetta er aðeins þyngri mynd en hinar og er ekki við hæfi barna! 

hún fær 10/10 og það sko sannarlega skilið!! 

harry_potter_and_the_deathly_hallows_movie_poster 


The last airbender

The Last Airbender er um fjórar þjóðir sem ráða yfir náttúruöflunum. Hver þjóð ræðu yfir einu náttúruafli. Það er aðeins einn maður sem ræður yfir öllum náttúruöflunum og hann er kallaður Avatar. Avatarinn getur dáið eins og allt annað fólk en hann lifnar alltaf við, aðeins í öðru formi. Avatarinn skiptist á að fæðast í þjóðunum. Fyrst fæðist hann í loft þjóðinni og síðan í eld og svo framvegis.

Avatarinn á að vera sá sem heldur friðinn á milli þjóðanna en þegar Avatarinn deyr ákveður eldþjóðin að eyða þjóðinni sem Avatarinn á að fæðast í næst. Þeir ráðast á loft þjóðina og drepa alla. En Avatarinn var þegar fæddur og var í ferðalagi þegar árásin var svo að hann var ekki drepinn. Hann var aðeins eitthvað um 10 ára þegar árásin var svo að honum var ekki kennt að nota öll máttúruöflin. Hann kunni aðeins á loftið.  Nokkrir krakkar úr vatns þjóðinni finna hann og ákveða að reyna að bjarga honum og öllum hinum þjóðunum því að elþjóðin ætlar að eyða þeim öllum. au ferðast með Avatarinn til margra ættbálka og reyna að fá fólk til að kenna honum allt sem það kann um náttúruaflið sitt. Mun eldþjóðin ná að eyða öllum þjóðunum?? Mun avatarinn ná að læra allt áður en það er of seint?  

Ég elska þessa mynd. Þetta er svona mynd sem fólk getur haft gaman af ef það er hrifið af yfirnáttúrulegum hlutum!! Þetta er skemmtilegur söguþráður og persónurnar eru skemmtilegar. litirnir í myndinni eru mjög góðir og hennta myndinni vel.

 Þessi mynd fær 10/10

the last airbender


Scott Pilgrim vs the world

Scott Pilgrim er rétt yfir tvítugt. Hann er á stefnumótum með 18 ára stelpu og hefur homma sem herbergisfélaga. Hann er í hljómsveit með sinni fyrrverandi og tveimur öðrum. Eina nóttina dreymir hann stelpu með bleikt hár á hjólaskautum. Daginn eftir sér hann sömu stelpuna úti á götu og verður yfir sig ástfangin. En hann kemst að því að ef hann vill vera með henni þá þarf hann að berjast við 6 illa fyrrverandi kærasta og 1 kærustu. Semsagt 7 ill x. Hann er alveg til í það. Það gengur svona upp og niður en tekst honum að klára alla??

 Þetta er ótrúlega fyndin mynd. Ég var í kasti alla myndina!!!  Hún var mjög öðruvísi. Ég þekkti nokkra leikarana svo að það var skemmtilegt. Ein var Anna Kendric sem leikur í Twilight. Þessi mynd var frekar dökk. Og björtustu litirnir voru eiginlega bara í hárinu á kærustu scotts( hún skiptir um hárlit í hverri viku).  Ég held að þetta sé best mynd sem ég hef farið á í ár :). Hún var ÆÐISLEG!!!

 Hún fær 10/10

scott Pilgrim


Eclipse

Eclipse er þriðja myndin um Bellu , varúlfinn Jacob og vampýruna Edward.Það leikur enginn vafi á því að Bella og Edward eru ástfangin. En það er heldur ekkert leyndarmál að Jacob( besti vinur Bellu ) er líka mjög hrifin af henni. Þau verða öll mjög hrædd þegar þau komast að því að vampýra hefur komið í heimsókn, og ekki í vingjarnlegum erindagjörðum. Einhver vil drepa Bellu en hvorki vampýrufjölskylda Edwards né varúlfa vinir Jacobs vilja missi hana. Stóra spurningin er hver vill drepa Bellu??

Mér finnst þetta vera mjög fín mynd. Hún var fyndin, skemmtileg og svolítið spennandi. Það eina sem mér finnst vera að er að allt gerist svo hratt. Það er samt örugglega nauðsynlegt ef maður vil hafa allt í myndinni en það er samt svolítið pirrandi. Leikararnir léku ágætlega, sumir betur en aðrir.

Hún fær 8/10 

Eclipse     


Percy Jackson and the lightning thief

Percy Jackson and the lightning thief er um strák sem kemst að því að hann er sonur gríska goðsins Pósedons. Hann kemst í mikil vandræði þegar hann er ásakaður um að taka eldinguna hans Seifs, æðsta goð grísku goðanna. Percy veit að það er ekki hann svo. Þegar Percy er að flýja með mömmu sinni frá einu skrímslinu hverfur mamma hans. Percy kemst svo að því að Hades, drottnari undirheimanna hafi tekið hana og sé í undirheiminum með henni. Percy ákveður að fara þangað og bjarga henni en til þess að geta komist til baka úr unndirheimum þurfa þau perlur sem eru faldar á ýmsum stöðum. För hans og tveggja vina hans er heitin að finna perlurnar og bjarga mömmu hans úr undirheimum. Komast þau út, hver er þjófurinn og ná þau eldingunni?

Þessi mynd er skemmtileg blanda af ýmsum sögum úr grískri goðafræði. Hydran og Medusa eru dæmi um skrímsli sem koma fyrir í henni. Það eru frábærar tæknibrellur í myndinni og búningarnir mjög flottir. Aðalleikararnir eru Logan Lerman, Alexandra Daddario og Brandon T. Jackson. Ég er mjög hrifin af grískri goðafræði og finnst þessi mynd alveg dásamleg. Þetta er fyrir fólk á aldrinum 10-55 ára.

percy_jackson_and_the_olympians_the_lightning_1Hún fær 8/10 


The Imaginarium of doctor Parnassus

Ég ætla að skrifa um myndina The imaginarium of doctor Parnassus.

Hún er um mann sem heitir Parnassus. Hann gerði samning við djöfulinn um að öðlast eilíft líf. Hann fékk það með því skilyrði að þegar hann eignaðist barn myndi djöfullinn eiga það þegar það yrði 16 ára. Parnassus eignaðist dóttur sem hann nefndi Valentina, og þegar djöfullin ætlaði að koma um 16 ára afmælisdag hennar kom maður sem þau höfðu nýlega bjargað frá dauða og gerði annan samning við djöfulinn. Sá sem yrði fyrstur til að ná í 5 sálir myndi fá Valentinu. Þau myndu eignast þessar sálir með því að beina þeim einstaklingum frá djöflinum. Hver verður fyrstur?

Mér finnst þessi mynd mjög skemmtileg. Hún er frumleg en maður þarf að fylgjast svolítið vel með til þess að vita hvað er að gerast. Hún getur líka verið svolítið ruglandi. Þetta var síðasta myndin sem Heath Ledger lék í því að hann dó við tökur á myndinni. Það var samt kippt í lag og skiptu þeir Johnny Depp, Jude Law og Collin Farrel með sér hlutverki hans. Svo leikur Christopher Plummer doctor Parnassus og Lilly Cole Valentinu. það eru fallegir litir í myndinni og hljóð alveg frábært.

Hún fær 8/10

 the-imaginarium-of-doctor-parnassus

 


Prince of Persia

Ég ætla að skrifa um myndina Prince of Persia og gefa álit mitt á henni.

Ég fór á hana í bíó þann 7. júní.                                                                                                          

Myndin er um strák, Dastan sem er ættleiddur inn í konungsfjölskyldu. Þau réðu Persiu. Hann hafði verið fátækur og átt engan að nema bróður sinn, Bis. Dastan verður góður stríðsmaður og þegar á að ráðast inn í borg sem var álitin smíða vopn fyrir óvini Persiu ákveður hann að ráðast inn á annan hátt en á að gera. Hann nær bæði borginni og prinsessunni, Tasminu og verður hetja.               

Bróðir hans, Tus er ánægður með hann en segir að hann verði að gefa konungi gjöf. Dastan hefur enga gjöf svo að Tus gefur honum klæðin sem prestur borgarinnar átti. Þegar Dastan gefur konungi klæðin kemst hann að því að hann hafði gefið honum eitruð föt og konungur deyr. Dastan er álitinn morðingi og þarf hann að flýja og tekur Tasminu með sér. Dastan er með hníf sem getur ferðast aftur í tímann og snýst myndin nú um það að koma hnífnum á öruggan stað. Dastan heldur nefnilega að Tus sé á eftir honum vegna hnífsins. Margt óvænt gerist á leiðinni og ást byrjar að blómstra.

Mér fannst myndin mjög, mjög góð. Hún var spennandi, smá rómantísk, fyndin og skemmtileg. Það voru skemmtilegir eltingaleikir og flottar tæknibrellur. Mjög skemmtilegar og fyndnar persónur og flottur söguþráður. Stundum fannst mér myndin gerast frekar hratt. Svo fannst mér tónlistin líkjast svolítið tónlistinni í Pirates of the Carribien. Aðalleikararnir voru Jake Gyllenhaal, Gemma Artenton og Ben Kingsley. Myndin er fyrir alla aldurshópa og  bæði kynin.

Hún fær 9/10 :)

Prince of Persia


Bríet!!

Hæ.

Ég ætla að skrifa um bækur og kvikmyndir á þessu bloggi. Mér hefur alltaf fundist gaman að pæla í myndum og bókum og spjalla rækilega um þær. Núna geta allir sem vilja séð mína skoðun. Ég er bara 13 ára en langar samt að koma mínum athugasemdum út. Endilega skráið ykkar athugasemdir út á það sem ég skrifa. Þannig lærir maður :)

Kveðja Bríet.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband